Hefur lent á veggjum vegna kyns síns Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 2. september 2024 07:01 Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram. Vísir/Sigurjón Rakel Dögg Bragadóttir verður ein þriggja kvenkyns aðalþjálfara í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Hún fagnar fjölgun kvenna í stéttinni en segist hafa lent á veggjum vegna kyns síns. Rakel Dögg var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar sem var aðalþjálfari Fram í fyrra en tók við stöðu hans í sumar. Það er verkefni sem hún er spennt fyrir. „Ég tók auðvitað vel í það enda samþykkti ég það. Þetta er flottur klúbbur og hrikalega flottur hópur. Það er kannski aðallega það að hópurinn gerir það að verkum að maður hlakkar til að mæta á æfingar að þjálfa. Það var ekki erfið ákvörðun, þetta er mjög spennandi allt saman,“ sagði Rakel Dögg í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. Karlar hafa að stóru leyti mannað aðalþjálfarastöður í deildinni undanfarin. Því er gjarnan velt upp hvers vegna konur vilji síður sækja í þessi störf. Rakel segir þróunina þó vera á réttri leið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það að það er að fjölga. Auðvitað er þetta ekki neitt öðruvísi, konur eru jafn færar að þjálfa. Það er einhvern veginn þessi menning, einhvers konar venja og við erum hægt og rólega að breyta því. Vonandi heldur þessi þróun áfram.“ Hefur þú lent á einhverjum veggjum í þessu starfi? „Já já, að sjálfsögðu. Ég held að flestir geti talið eitthvað fram. Það er bara þannig og einhver partur af þessu. Einhvers staðar þurfum við að brjóta veggi og þurfum allar að gera það.“ „Það er einhvern veginn ekki eitthvað eitt sem maður getur bent á. Þetta er karllægt umhverfi og oft talað um að þetta sé ekki fjölskylduvænt. Karlmennirnir eiga líka fjölskyldur þannig að þetta er jafn ófjölskylduvænt fyrir þá. Við þurfum bara breytingar held ég í viðhorfi, bæði almennu viðhorfi til kvenþjálfara og líka hjá kvenmönnum í þessari stétt.“ Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Rakel Dögg var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar sem var aðalþjálfari Fram í fyrra en tók við stöðu hans í sumar. Það er verkefni sem hún er spennt fyrir. „Ég tók auðvitað vel í það enda samþykkti ég það. Þetta er flottur klúbbur og hrikalega flottur hópur. Það er kannski aðallega það að hópurinn gerir það að verkum að maður hlakkar til að mæta á æfingar að þjálfa. Það var ekki erfið ákvörðun, þetta er mjög spennandi allt saman,“ sagði Rakel Dögg í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. Karlar hafa að stóru leyti mannað aðalþjálfarastöður í deildinni undanfarin. Því er gjarnan velt upp hvers vegna konur vilji síður sækja í þessi störf. Rakel segir þróunina þó vera á réttri leið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það að það er að fjölga. Auðvitað er þetta ekki neitt öðruvísi, konur eru jafn færar að þjálfa. Það er einhvern veginn þessi menning, einhvers konar venja og við erum hægt og rólega að breyta því. Vonandi heldur þessi þróun áfram.“ Hefur þú lent á einhverjum veggjum í þessu starfi? „Já já, að sjálfsögðu. Ég held að flestir geti talið eitthvað fram. Það er bara þannig og einhver partur af þessu. Einhvers staðar þurfum við að brjóta veggi og þurfum allar að gera það.“ „Það er einhvern veginn ekki eitthvað eitt sem maður getur bent á. Þetta er karllægt umhverfi og oft talað um að þetta sé ekki fjölskylduvænt. Karlmennirnir eiga líka fjölskyldur þannig að þetta er jafn ófjölskylduvænt fyrir þá. Við þurfum bara breytingar held ég í viðhorfi, bæði almennu viðhorfi til kvenþjálfara og líka hjá kvenmönnum í þessari stétt.“
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik