Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2024 12:32 Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingu hjá ASÍ. vísir/ívar fannar Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira