Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 11:02 Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stytting vinnuvikunnar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun