„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:31 Magnús Örn, fyrir miðju. Grótta „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira