Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 11:51 Forstjóri Landsvirkjunar og forstjóri Orkubús Vestfjarða skrifuðu undir tímamótasamning í húsakynnum Landsvirkjunar í morgun. Vísir/Einar Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða. Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða.
Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42