Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar 11. september 2024 10:01 Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun