Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2024 12:00 Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun