Árið hefur verið eftirminnilegt hjá hinum 18 ára gamla Endrick, eða Bobby eins og liðsfélagarnir kalla hann. Hann gekk til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, varð bæði yngstur erlendi leikmaður sögunnar til að skora fyrir Real sem og yngsti leikmaður sögunnar til að skora á Wembley þegar Brasilía lagði England.
Nú er hann svo genginn í það heilaga. Sú heppna er 21 árs gamall áhrifavaldur frá Brasilíu með yfir milljón fylgjendur á Instagram.
Endrick gæti spilað sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar Real Madríd tekur á móti Stuttgart annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 18.50 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.