„Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 17. september 2024 11:01 „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
„Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar