Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 14:02 Hvað sem tautar og raular stýrir Einar Jónsson Fram gegn Gróttu í kvöld. Hann segist ekki geta annað en að taka framkvæmdastjóra HSÍ á orðinu, um að hann sé búinn að taka út leikbann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili. vísir/anton Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita