Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2024 14:52 Eyþór Aron Wöhler að spila fótbolta í Víkinni. Hann ætlar ekki að spila tónlist þar, alla vega í bráð. vísir/Anton Auglýsingu um að tvíeykið Húbba Búbba, með KR-inginn Eyþór Aron Wöhler innanborðs, myndi skemmta Víkingum fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag var snarlega breytt í gær. Eyþór segist gæta þess að láta skemmtanahald ekki trufla fótboltann. Húbba Búbba samanstendur af þeim Eyþóri og Kristali Mána Ingasyni, U21-landsliðsmanni og leikmanni Sönderjyske í Danmörku. Þeir vöktu nokkra athygli, ekki síst á TikTok, eftir útgáfu síns fyrsta lags í byrjun júlí, sem þeir gerðu með þriðja fótboltamanninum, Loga Tómassyni (Luigi). Víkingar auglýstu á samfélagsmiðlum að Húbba Búbba yrði hluti af veglegri upphitun þeirra fyrir bikarúrslitaleikinn við KA á laugardaginn en urðu að breyta auglýsingunni. Svona var dagskráin sem Víkingar auglýstu í fyrstu. Húbba Búbba var svo kippt út skömmu síðar.Skjáskot/@vikingurfc Kristall, sem er fyrrverandi leikmaður Víkings, mun vera í Danmörku og Hörður Ágústsson, markaðs- og viðburðastjóri Víkings, segir það hafa komið í ljós að tímasetningin hentaði Eyþóri ekki. Sjálfur segir Eyþór: „Ég er fyrst og fremst KR-ingur, svo það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti. Ég er ekki að fara að taka lagið þarna. Það er bara svoleiðis.“ Kveðst ekki hafa talið við hæfi að spila í Víkinni Hann hlýtur þó að hafa sagt já fyrst, úr því að auglýsingin fór í loftið? „Nei. Það var ekki búið að staðfesta neitt. Það var búið að hafa samband við mig varðandi að taka lagið þarna en á endanum taldi ég það ekki við hæfi.“ Var það þá ekki þannig að það félli í grýttan jarðveg hjá vinnuveitendum hans, eða þjálfaranum Óskari Hrafni Þorvaldssyni, að hann tæki að sér að skemmta Víkingum daginn fyrir þýðingarmikinn fallslag við Vestra? Að þess vegna hefði hann þurft að hætta við? „Ég taldi þetta bara ekki við hæfi. Ég var ekkert búinn að ræða um þetta við Óskar.“ Eyþór Aron Wöhler hefur aðeins fengið að spila þrjá leiki í byrjunarliði KR í Bestu deildinni í sumar, en komið við sögu í alls 18 deildarleikjum.vísir/Ernir „Kannski nýmóðins fyrir suma að sjá knattspyrnumann gera þetta“ Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, kom inn á það í hlaðvarpsþættinum Innkastinu í vikunni að „slúðursögur“ væru um það að menn í Vesturbæ væru óánægðir með Eyþór – að hann skilaði litlu á fótboltavellinum á meðan að hann væri úti um allt á samfélagsmiðlum. Eyþór, sem kom til KR í apríl frá Breiðabliki og hefur spilað 18 deildarleiki í sumar, þar af þó aðeins þrjá í byrjunarliði, gefur lítið fyrir það: „Ég þarf hafa í mig og á líkt og aðrir. Sumir vinna níu til fimm meðfram boltanum en ég kýs að stökkva á svið og taka nokkur lög. Það eru ekki allir steyptir í sama form og það er kannski nýmóðins fyrir suma að sjá knattspyrnumann gera þetta en við munum kannski sjá fleiri dæmi með núverandi og komandi kynslóðum. Þegar allt kemur til alls er fótboltinn og félagið númer 1, 2 og 3. Vissulega er þetta ákveðið púsluspil á köflum en knattspyrnan gengur ávallt fyrir,“ segir Eyþór. Besta deild karla Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01 Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. 9. ágúst 2024 21:49 Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum. 10. september 2024 16:20 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Húbba Búbba samanstendur af þeim Eyþóri og Kristali Mána Ingasyni, U21-landsliðsmanni og leikmanni Sönderjyske í Danmörku. Þeir vöktu nokkra athygli, ekki síst á TikTok, eftir útgáfu síns fyrsta lags í byrjun júlí, sem þeir gerðu með þriðja fótboltamanninum, Loga Tómassyni (Luigi). Víkingar auglýstu á samfélagsmiðlum að Húbba Búbba yrði hluti af veglegri upphitun þeirra fyrir bikarúrslitaleikinn við KA á laugardaginn en urðu að breyta auglýsingunni. Svona var dagskráin sem Víkingar auglýstu í fyrstu. Húbba Búbba var svo kippt út skömmu síðar.Skjáskot/@vikingurfc Kristall, sem er fyrrverandi leikmaður Víkings, mun vera í Danmörku og Hörður Ágústsson, markaðs- og viðburðastjóri Víkings, segir það hafa komið í ljós að tímasetningin hentaði Eyþóri ekki. Sjálfur segir Eyþór: „Ég er fyrst og fremst KR-ingur, svo það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti. Ég er ekki að fara að taka lagið þarna. Það er bara svoleiðis.“ Kveðst ekki hafa talið við hæfi að spila í Víkinni Hann hlýtur þó að hafa sagt já fyrst, úr því að auglýsingin fór í loftið? „Nei. Það var ekki búið að staðfesta neitt. Það var búið að hafa samband við mig varðandi að taka lagið þarna en á endanum taldi ég það ekki við hæfi.“ Var það þá ekki þannig að það félli í grýttan jarðveg hjá vinnuveitendum hans, eða þjálfaranum Óskari Hrafni Þorvaldssyni, að hann tæki að sér að skemmta Víkingum daginn fyrir þýðingarmikinn fallslag við Vestra? Að þess vegna hefði hann þurft að hætta við? „Ég taldi þetta bara ekki við hæfi. Ég var ekkert búinn að ræða um þetta við Óskar.“ Eyþór Aron Wöhler hefur aðeins fengið að spila þrjá leiki í byrjunarliði KR í Bestu deildinni í sumar, en komið við sögu í alls 18 deildarleikjum.vísir/Ernir „Kannski nýmóðins fyrir suma að sjá knattspyrnumann gera þetta“ Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, kom inn á það í hlaðvarpsþættinum Innkastinu í vikunni að „slúðursögur“ væru um það að menn í Vesturbæ væru óánægðir með Eyþór – að hann skilaði litlu á fótboltavellinum á meðan að hann væri úti um allt á samfélagsmiðlum. Eyþór, sem kom til KR í apríl frá Breiðabliki og hefur spilað 18 deildarleiki í sumar, þar af þó aðeins þrjá í byrjunarliði, gefur lítið fyrir það: „Ég þarf hafa í mig og á líkt og aðrir. Sumir vinna níu til fimm meðfram boltanum en ég kýs að stökkva á svið og taka nokkur lög. Það eru ekki allir steyptir í sama form og það er kannski nýmóðins fyrir suma að sjá knattspyrnumann gera þetta en við munum kannski sjá fleiri dæmi með núverandi og komandi kynslóðum. Þegar allt kemur til alls er fótboltinn og félagið númer 1, 2 og 3. Vissulega er þetta ákveðið púsluspil á köflum en knattspyrnan gengur ávallt fyrir,“ segir Eyþór.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01 Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. 9. ágúst 2024 21:49 Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum. 10. september 2024 16:20 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01
Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. 9. ágúst 2024 21:49
Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum. 10. september 2024 16:20