Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 23:31 Max Verstappen er orðinn ansi þreyttur á ýmsu í kringum Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Max Verstappen, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segir að það að honum hafi verið refsað fyrir að blóta á blaðamannafundi gæti flýtt fyrir því að hann hætti í íþróttinni og snúi sér að öðrum akstursíþróttum. Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira