Staðan miklu alvarlegri þegar vígvöllurinn er stærri Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 22:45 Magnús Þorkell segir stöðuna afar alvarlega og langtímamarkmiðið óljóst. Bylgjan Magnús Þorkell Bernharðsson, trúarbragðafræðingur og prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir stöðuna mun alvarlegri og verri í Mið-Austurlöndum en hún hefur verið frá því að stríðið hófst á Gasa í október í fyrra. „Nú er verið að stækka vígvöllinn. Núna eru fleiri vígstöðvar og þar af leiðandi meiri pressa fyrir fleiri ríki að taka þátt í þessum bardögum,“ segir Magnús en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir mannfallið hafa aukist mikið síðustu daga og mannfallið hafi í raun verið síðustu mánuði ólíkt því sem hafi sést áður. Ísrael hafi ráðist inn í Líbanon 1983 og 2006 og mannfallið hafi ekki verið jafn mikið þá og á nokkrum dögum núna. Um 560 eru látin í loftárásum Ísraela síðustu daga. Þar af eru 50 börn. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín víðs vegar um landið. 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon „Þetta er að aukast til muna sem gerir það að verkum að þetta er bara fyrsti kafli af umtalsverðum átökum í Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Magnús. Þúsundir hafa lagt á flótta vegna árásanna. Myndin er tekin við Damour hraðbrautina sem liggur í átt að Beirút. Fjölskyldurnar á myndinni flúðu suðurhluta Líbanon.Vísir/EPA Hann segir átökin geta leitt til nýrrar flóttamannabylgju. Í Líbanon sé eitt hæsta hlutfall flóttamanna miðað við höfðatölu um allan heim, og því sé þetta ekki bara alvarlegt stríðsástand núna. Samkvæmt gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er um 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon frá Sýrlandi auk um 13 þúsund flóttamanna frá öðrum löndum. Sjá einnig: Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Magnús segir mikla spennu hafa verið á svæðinu síðustu mánuði en Ísraelar og meðlimir Hezbollah hafi sýnt aðhald, en það sé ekki reyndin lengur. Það sé verið að færa vígvöllinn. Verkefninu sé lokið á Gasa og ekkert nýtt hægt að gera þar. Ein leið sem þau hafi til að veikja Hamas sé að veikja stöðu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Konurnar hlúa að börnum sínum við Damour hraðbrautina í átt að Beirút. Konurnar eru meðal þeirra þúsunda sem hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga vegna loftárása Ísraela á Líbanon.Vísir/EPA Magnús segir hættu á að Íranar og Sýrlendingar og Tyrkir gætu sem afleiðing af þessu metið tilefni til að blanda sér í. Þá hafi Bandaríkjamenn aukið viðveru sína og þeir gætu viljað styðja betur við Ísraela. „Ef lokið er tekið af og engum voldugum aðilum eru sett stranga línur um hvað má ekki gera, þá er þetta taumlaust,“ segir hann og að óttinn sé að ástandið verði stjórnlaust og það brjótist út langvarandi stríð. Hann segir málið rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og vonar að á þinginu verði hægt að setja pressu á forseta Bandaríkjanna til að bregðast við og fara í gagngerar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út. Langtímamarkmið óljós Hann segir ekki ljóst hvert langtímamarkmiðið sé með þessum árásum. Það sé alger eyðilegging á Gasa og það megi búast við því sama í Líbanon fari allt fram áfram eins og það hefur farið fram síðustu daga. Hann segir tilganginn að mati Ísraela að tryggja öryggi þeirra og koma í veg fyrir að þeim sé ógnað en það sé stór spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess. Þessar aðgerðir gætu einmitt leitt til aðgerða sem valdi óöryggi meðal Ísraela. Upphafið að átökum sem muni stigmagnast Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, ræddi sama mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann tók í sama streng og sagði árásir síðustu daga upphafið að átökum sem eigi eftir að halda áfram og stigmagnast inni í Líbanon. Hann segir ýmislegt viðhalda stöðunni eins og hún er núna. Sem dæmi hafi 60 þúsund Ísraelar þurft að flýja heimili sín í Ísrael vegna árása Hezbollah. Þá sé krafa Hezbollah samtakanna um vopnahlé á Gasa ekki líkleg til að knýja fram frið en ekki hefur gengið vel að semja um það. Hann segir markmið Ísraela að herja á Hezbollah. Þeir ætli ekki endlega að stunda landhernað en muni halda loftárásum áfram með flugvélum og drónum. Þar til Hezbollah samtökin geta ekki lengur sent loftskeyti frá Suður-Líbanon til Ísrael. „Þess vegna hygg ég að þetta geti verið langvarandi átök,“ segir Albert og að almenningur muni tapa mest á þessum átökum. Hvort að átökin breiðist út til fleiri landa segir Albert að nærtækast sé að horfa til Íran og hvað Íranar ætla sér. Hann meti samt ekki mikla hættu á því. Hernaðarlegir yfirburðir Ísraela séu algerir. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Reykjavík síðdegis Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
„Nú er verið að stækka vígvöllinn. Núna eru fleiri vígstöðvar og þar af leiðandi meiri pressa fyrir fleiri ríki að taka þátt í þessum bardögum,“ segir Magnús en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir mannfallið hafa aukist mikið síðustu daga og mannfallið hafi í raun verið síðustu mánuði ólíkt því sem hafi sést áður. Ísrael hafi ráðist inn í Líbanon 1983 og 2006 og mannfallið hafi ekki verið jafn mikið þá og á nokkrum dögum núna. Um 560 eru látin í loftárásum Ísraela síðustu daga. Þar af eru 50 börn. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín víðs vegar um landið. 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon „Þetta er að aukast til muna sem gerir það að verkum að þetta er bara fyrsti kafli af umtalsverðum átökum í Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Magnús. Þúsundir hafa lagt á flótta vegna árásanna. Myndin er tekin við Damour hraðbrautina sem liggur í átt að Beirút. Fjölskyldurnar á myndinni flúðu suðurhluta Líbanon.Vísir/EPA Hann segir átökin geta leitt til nýrrar flóttamannabylgju. Í Líbanon sé eitt hæsta hlutfall flóttamanna miðað við höfðatölu um allan heim, og því sé þetta ekki bara alvarlegt stríðsástand núna. Samkvæmt gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er um 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon frá Sýrlandi auk um 13 þúsund flóttamanna frá öðrum löndum. Sjá einnig: Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Magnús segir mikla spennu hafa verið á svæðinu síðustu mánuði en Ísraelar og meðlimir Hezbollah hafi sýnt aðhald, en það sé ekki reyndin lengur. Það sé verið að færa vígvöllinn. Verkefninu sé lokið á Gasa og ekkert nýtt hægt að gera þar. Ein leið sem þau hafi til að veikja Hamas sé að veikja stöðu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Konurnar hlúa að börnum sínum við Damour hraðbrautina í átt að Beirút. Konurnar eru meðal þeirra þúsunda sem hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga vegna loftárása Ísraela á Líbanon.Vísir/EPA Magnús segir hættu á að Íranar og Sýrlendingar og Tyrkir gætu sem afleiðing af þessu metið tilefni til að blanda sér í. Þá hafi Bandaríkjamenn aukið viðveru sína og þeir gætu viljað styðja betur við Ísraela. „Ef lokið er tekið af og engum voldugum aðilum eru sett stranga línur um hvað má ekki gera, þá er þetta taumlaust,“ segir hann og að óttinn sé að ástandið verði stjórnlaust og það brjótist út langvarandi stríð. Hann segir málið rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og vonar að á þinginu verði hægt að setja pressu á forseta Bandaríkjanna til að bregðast við og fara í gagngerar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út. Langtímamarkmið óljós Hann segir ekki ljóst hvert langtímamarkmiðið sé með þessum árásum. Það sé alger eyðilegging á Gasa og það megi búast við því sama í Líbanon fari allt fram áfram eins og það hefur farið fram síðustu daga. Hann segir tilganginn að mati Ísraela að tryggja öryggi þeirra og koma í veg fyrir að þeim sé ógnað en það sé stór spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess. Þessar aðgerðir gætu einmitt leitt til aðgerða sem valdi óöryggi meðal Ísraela. Upphafið að átökum sem muni stigmagnast Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, ræddi sama mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann tók í sama streng og sagði árásir síðustu daga upphafið að átökum sem eigi eftir að halda áfram og stigmagnast inni í Líbanon. Hann segir ýmislegt viðhalda stöðunni eins og hún er núna. Sem dæmi hafi 60 þúsund Ísraelar þurft að flýja heimili sín í Ísrael vegna árása Hezbollah. Þá sé krafa Hezbollah samtakanna um vopnahlé á Gasa ekki líkleg til að knýja fram frið en ekki hefur gengið vel að semja um það. Hann segir markmið Ísraela að herja á Hezbollah. Þeir ætli ekki endlega að stunda landhernað en muni halda loftárásum áfram með flugvélum og drónum. Þar til Hezbollah samtökin geta ekki lengur sent loftskeyti frá Suður-Líbanon til Ísrael. „Þess vegna hygg ég að þetta geti verið langvarandi átök,“ segir Albert og að almenningur muni tapa mest á þessum átökum. Hvort að átökin breiðist út til fleiri landa segir Albert að nærtækast sé að horfa til Íran og hvað Íranar ætla sér. Hann meti samt ekki mikla hættu á því. Hernaðarlegir yfirburðir Ísraela séu algerir.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Reykjavík síðdegis Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira