Það hljóðar upp á 30 prósent launahækkun á fjórum árum.
Starfsmennirnir, sem standa í verkfallsaðgerðum, höfðu áður hafnað tilboði upp á 25 prósent hækkun og ýmsar aðrar úrbætur á starfsumhverfinu.
Nýjasta tillagan var lögð fram á mánudag og talað um að þetta væri „besta og síðasta“ tilboð Boeing. Í því fólst umrædd 30 prósent hækkun, endurupptaka frammistöðubónuss, aukin réttindi við eftirlaun og einskiptisgreiðslu upp á 6.000 dollara.
Forsvarsmenn IAM segja Boeing hafa sent tilboðið beint á félagsmenn, í stað þess að fara í gegnum félagið og að fresturinn til að svara, á miðnætti á föstudag, væri ekki nægilegur til að efna til atkvæðagreiðslu.
Boeing hefur neitað því að fulltrúar IAM hafi ekki verið látnir vita og hafa boðist til að framlengja frestinn.
Alls taka um 30.000 manns þátt í verkfallsaðgerðunum, sem hafa komið harkalega niður á Boeing. Umræddir starfsmenn starfa meðal annars að framleiðslu 737 Max og 777-véla fyrirtækisins.
Þeir hafa gert kröfu um 40 prósent launahækkun og aðrar kjarabætur.