Haukar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og tóku við verðlaunum sínum eftir 3-0 sigur gegn Völsungi í lokaumferðinni í dag.
Völsungur var í harðri keppni við KR um að komast upp en endaði þremur stigum á eftir KR-ingum, í 3. sæti.
KR vann nefnilega 2-1 sigur gegn Einherja, þrátt fyrir að lenda undir þegar Karólína Dröfn Jónsdóttir skoraði á 21. mínútu. Makayla Soll jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks og Anna María Bergþórsdóttir skoraði svo sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.
Haukakonur enduðu þó langefstar í deildinni með 53 stig, eftir aðeins eitt tap á tímabilinu, en KR hlaut 45 stig og Völsungur 42.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fögnuði Haukakvenna í dag.





