Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun