Þetta er niðurstaða skýrslu KPMG sem birt var í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar sem fundaði í gær. Jón óksaði eftir því að ásakanir á hendur honum um að fyrirtæki og stofnanir í hans eigu hefðu fengið tugi milljón króna í styrki úr sameiginlegum sjóðum yrðu teknar til skoðunar.
Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum í júlí síðastliðnum að leita til KPMG um að gera úttekt á öllum greiðslum til Jóns þegar hann sat í sveitarstjórn árin 2010 til 2014 og aftur 2019 til 2022. KPMG átti að leggja mat á því hvort fullnægjandi samþykktir eða samningar hefðu legið að baki þeim ákvörðunum af hálfu Strandabyggðar sem lágu til grundvallar umræddum greiðslum. Einnig hvort þær hefðu að öllu leyti verið teknar í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, samþykkta og siðareglna Strandabyggðar.
Í niðurstöðu KPMG segir að ekki sé annað að sjá en að Jón hafi gætt þess víkja sæti þegar framangreindir samningar voru til umfjöllunar.
Ásakanirnar í garð Jóns komu meðal annars frá Hrafnhildi Skúladóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa Strandabyggðar, sem tjáði sig um málið á Facebook. Hún er eiginkona Þorgeirs Pálssonar sveitarstjóra.