Skiltið skuli fjarlægt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Skilti hefur verið á staðnum um hríð en stafrænt skilti nýtur ekki náð fyrir augum bæjaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira