Varði mark botnliðsins en bar samt af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 22:15 Tinna Brá átti gott sumar en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Fylkis. Vísir/HAG Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira