Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:59 Gunnar Magnús Jónsson er ekki lengur þjálfari Fylkis. vísir/Anton Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti. Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti.
Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira