„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 11:02 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira