„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 12:33 Ásta Eir lauk ferli sínum með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum Vísir/Einar Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira