Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 21:14 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er hann yfirgaf fundinn um hálf sex í dag. Vísir/Vilhelm „Eftir mikið haverí verður stærsta fréttin úr Valhöll þennan sólarhringinn hvort MR eða Versló vinnur ræðukeppni.“ Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira