Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 14:05 Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“ Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“
Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira