Fólk er ekki fífl, Framsókn! Davíð Bergmann skrifar 17. október 2024 07:46 Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss! Pabbi gamli kvaddi Mannheima á nítugasta og fyrsta aldursári, fætinum styttri með æxli djúpt í lunga og annað æxli við auga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn. Hann var einn af þeim sem þurftu að fórna fætinum á altari niðurskurðar í hruninu og móðir mín var í umsjónarhlutverkinu eftir það til dauðadags hans að undanskildum 14 dögum þegar hann var lagður inn á spítala og oftast byrjaði það á göngunum svo var hann færður inn á deild eftir einhverja daga. En það var betra en þegar hann kom hálfmeðvitundarlaus með verk í fæti á þriðja ár og var alltaf sendur heim með þau ráð að hvíla sig og taka íbúfen og panódíl. Þetta endaði þannig að þegar hann kom í síðasta sinn var æxlið farið að skríða upp í kálfa og þurfti að taka fótinn af við hné. Hann var nefnilega líka einn af þessum á þeim tíma sem var að þvælast fyrir í heilbrigðiskerfinu gamall og búinn að skila dagsverkinu. Pabbi gamli lá inni á hjúkrunarheimili síðustu fjórtán dagana sem hann lifði og af þeim var hann rúmliggjandi þrettán. Hann fékk að leggjast inn á hjúkrunarheimili, ekki í sínum heimabæ sem var Kópavogur þar sem hann var búinn að búa síðan árið 1964, en þurfti þess í stað að leggjast inn á hjúkrunarheimili á Akranesi. Hann var meira segja bæjarstarfsmaður í 32 ár, vann sem sundlaugarvörður í gömlu sundlauginni í Vesturbæ Kópavogs og kom meira segja að því að byggja hana. Mig grunar að hann hefði fengið inni ef hann hefði verið pólitíkus en ekki sundlaugarvörður vegna þess að ég held að það skipti máli hvort þú sért „séra Jón eða jón“ hér á landi. En trúið mér, hann átti innistæðu fyrir þjónustu hvort sem hann var að vinna á síðutogurum eða að gróðursetja fánastengur við byggingavinnu eða sprengja fyrir Hótel Sögu því hann fór í gegnum lífið með tveimur jafnsterkum eins og margir aðrir og var ekki í því að naga blýanta alla daga. Hann skilaði svo sannarlega dagsverkinu og hann stakk aldrei undan einni krónu. Frekar að hann vann sjálfboðavinnu eins og að koma að því að byggja skóla fyrir heyrnarlaus börn ásamt fjölda annarra aðstandenda barnanna. Jæja, snúum okkur að kjarnanum sem ég ætlaði að skrifa um. Það voru örugglega margir sem sáu Kveik á þriðjudagskvöldið á RÚV eins og ég um hvernig er komið fyrir meðferðarmálum hér á landi hjá ungmennum sem eiga í vanda. Ég er ekki alveg ókunnugur þessum málaflokki þar sem ég hef unnið með olnbogabörnum samfélagsins í meira en 30 ár og af þeim vann ég frá 2001 þar til í febrúar 2017 á Stuðlum. Þetta er ekkert annað en skandall Það að fimmtánda október 2024 skuli einungis vera tvö meðferðarheimili á landinu og annað þeirra sérhæft fyrir stúlkur norður í Eyjafirði og hitt Stuðlar er skandall. Fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 og þá voru íbúar þessa lands 100.000 færri en við erum í dag. Það er engin innistæða fyrir afsökunum því við skulum ekki gleyma því hverjir hafa stjórnað þessum málaflokki síðustu áratugina eða eiginlega frá lýðveldisbyrjun. Jú, það er Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda og það gerist fyrr en Framsókn kemur ekki nálægt þessum málaflokki, hann hefur fengið sitt tækifæri en gert upp á þak í því. En það vantar ekki ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki. Hvað hefur gerst? Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, sem mig grunar að hafi verið sendur í leyfi, um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur í grófu ofbeldi. Glæpasamtök Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Horfið ykkur nær og vaknið en þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, þið farið bara í drottningarviðtöl til fjölmiðlanna og lendið aldrei í debati við fólk sem er í raunverulegum tengslum við vandann. Guðrún Hafsteins dómsmálaráðherra hefur ekki enn svarað mér um beiðni um viðtal til að ræða um unga afbrotamenn sem ég óskaði eftir í apríl á þessu ári. Ég væri svo sannarlega til í að mæta henni í debati hvar og hvenær sem er en einhverra hluta vegna þorir hún ekki. Að lokum ætla ég að slá út með orðum pabba þegar hann kvaddi í síma: „Við verðum svo í sambandi eftir efnum og ástæðum.“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss! Pabbi gamli kvaddi Mannheima á nítugasta og fyrsta aldursári, fætinum styttri með æxli djúpt í lunga og annað æxli við auga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn. Hann var einn af þeim sem þurftu að fórna fætinum á altari niðurskurðar í hruninu og móðir mín var í umsjónarhlutverkinu eftir það til dauðadags hans að undanskildum 14 dögum þegar hann var lagður inn á spítala og oftast byrjaði það á göngunum svo var hann færður inn á deild eftir einhverja daga. En það var betra en þegar hann kom hálfmeðvitundarlaus með verk í fæti á þriðja ár og var alltaf sendur heim með þau ráð að hvíla sig og taka íbúfen og panódíl. Þetta endaði þannig að þegar hann kom í síðasta sinn var æxlið farið að skríða upp í kálfa og þurfti að taka fótinn af við hné. Hann var nefnilega líka einn af þessum á þeim tíma sem var að þvælast fyrir í heilbrigðiskerfinu gamall og búinn að skila dagsverkinu. Pabbi gamli lá inni á hjúkrunarheimili síðustu fjórtán dagana sem hann lifði og af þeim var hann rúmliggjandi þrettán. Hann fékk að leggjast inn á hjúkrunarheimili, ekki í sínum heimabæ sem var Kópavogur þar sem hann var búinn að búa síðan árið 1964, en þurfti þess í stað að leggjast inn á hjúkrunarheimili á Akranesi. Hann var meira segja bæjarstarfsmaður í 32 ár, vann sem sundlaugarvörður í gömlu sundlauginni í Vesturbæ Kópavogs og kom meira segja að því að byggja hana. Mig grunar að hann hefði fengið inni ef hann hefði verið pólitíkus en ekki sundlaugarvörður vegna þess að ég held að það skipti máli hvort þú sért „séra Jón eða jón“ hér á landi. En trúið mér, hann átti innistæðu fyrir þjónustu hvort sem hann var að vinna á síðutogurum eða að gróðursetja fánastengur við byggingavinnu eða sprengja fyrir Hótel Sögu því hann fór í gegnum lífið með tveimur jafnsterkum eins og margir aðrir og var ekki í því að naga blýanta alla daga. Hann skilaði svo sannarlega dagsverkinu og hann stakk aldrei undan einni krónu. Frekar að hann vann sjálfboðavinnu eins og að koma að því að byggja skóla fyrir heyrnarlaus börn ásamt fjölda annarra aðstandenda barnanna. Jæja, snúum okkur að kjarnanum sem ég ætlaði að skrifa um. Það voru örugglega margir sem sáu Kveik á þriðjudagskvöldið á RÚV eins og ég um hvernig er komið fyrir meðferðarmálum hér á landi hjá ungmennum sem eiga í vanda. Ég er ekki alveg ókunnugur þessum málaflokki þar sem ég hef unnið með olnbogabörnum samfélagsins í meira en 30 ár og af þeim vann ég frá 2001 þar til í febrúar 2017 á Stuðlum. Þetta er ekkert annað en skandall Það að fimmtánda október 2024 skuli einungis vera tvö meðferðarheimili á landinu og annað þeirra sérhæft fyrir stúlkur norður í Eyjafirði og hitt Stuðlar er skandall. Fyrir 20 árum síðan voru meðferðarheimilin 7 og þá voru íbúar þessa lands 100.000 færri en við erum í dag. Það er engin innistæða fyrir afsökunum því við skulum ekki gleyma því hverjir hafa stjórnað þessum málaflokki síðustu áratugina eða eiginlega frá lýðveldisbyrjun. Jú, það er Framsóknarflokkurinn sem hefur slagorðið „þetta er allt að koma“ hvað þennan málaflokk varðar. Það er ekki að koma neitt, þetta hefur verið að versna eins og Kveiksþátturinn endurspeglaði svo vel. Ég get ekki orða bundist lengur, þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda og það gerist fyrr en Framsókn kemur ekki nálægt þessum málaflokki, hann hefur fengið sitt tækifæri en gert upp á þak í því. En það vantar ekki ráðin og nefndirnar og glærusýningar og að fólk sé á innsoginu hvað þetta er nú allt saman hræðilegt eins og eftir atvikið á Menningarnótt. En við skulum ekki gleyma hver stjórnar þessum málaflokki. Hvað hefur gerst? Hnífstungumálum hefur fjölgað og skotárásum líka, ofbeldi ungmenna harðnað og harðari neysla. Síðast en ekki síst talar fráfarandi fangelsismálastjóri, sem mig grunar að hafi verið sendur í leyfi, um að það væru erfiðari ungir hegðunarraskaðir afbrotamenn í fangelsum landsins. Við héldum stærstu réttarhöld landsins í samkomusal í Grafarvogi vegna fjölda ungmenna sem voru gerendur í grófu ofbeldi. Glæpasamtök Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju það er hætta á skipulögðum glæpasamtökum hér á landi í anda Svíþjóðar. Horfið ykkur nær og vaknið en þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, þið farið bara í drottningarviðtöl til fjölmiðlanna og lendið aldrei í debati við fólk sem er í raunverulegum tengslum við vandann. Guðrún Hafsteins dómsmálaráðherra hefur ekki enn svarað mér um beiðni um viðtal til að ræða um unga afbrotamenn sem ég óskaði eftir í apríl á þessu ári. Ég væri svo sannarlega til í að mæta henni í debati hvar og hvenær sem er en einhverra hluta vegna þorir hún ekki. Að lokum ætla ég að slá út með orðum pabba þegar hann kvaddi í síma: „Við verðum svo í sambandi eftir efnum og ástæðum.“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun