Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 09:28 Elli segir það ekki gerast meira ekta en að taka upp myndina í sama húsi og með sömu húsgögn og voru á fundinum sjálfum. Bylgjan og Vísir/Getty Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons
Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira