Nú á lýðræðið næsta leik Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. október 2024 07:45 Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun