Þá var einn handtekinn í tengslum við minniháttar líkamsárás og skemmdarverk í miðborginni.
Ein tilkynning barst á vaktinni um umferðaslys í Hafnarfirði, þar sem tveir voru fluttir á bráðamóttöku. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Lögregla sinnti einnig útkalli vegna innbrots og þjófnaðar í verslun í póstnúmerinu 107.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir að aka undir áhrifum, aka á móti rauðu ljósi og tala í síma undir stýri.