Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2024 20:01 Birta Sif, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir gjaldtökuna skiljanlega en hefði viljað fara aðra leið. bjarni einarsson Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“ Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“
Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36