Úrvalsdeildin hefst á Selfossi í kvöld: „Erum að breiða út fagnaðarerindið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 Matthías Örn Friðriksson mætir Lukasz Knapik í 1. umferð fyrsta keppniskvölds úrvalsdeildarinnar í pílukasti. íps Sextán fremstu pílukastarar landsins munu leiða saman hesta sína í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í ár. Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira
Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua
Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Sjá meira