Tvær deildir leikskólans Óskalands voru lokaðar í dag eftir að barn á leikskólanum greindist en það hafði áður verið í Mánagarði.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að það sé viðbúið að fleiri e. coli smit skjóti upp kollinum á allra næstu dögum en tekur fram að síðan ætti að hægja á tíðni smita.
Að sögn leikskólastjóra hafa ekki borist tilkynningar um að fleiri börn þar séu smituð. Rannsókn á uppruna sýkingarinnar stendur yfir en hana má líklega rekja til matvæla. Að sögn sóttvarnalæknis er von á niðurstöðu úr matvælarannsókn í næstu viku.