„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 12:33 Hilmar Pétursson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Keflavík. vísir/anton Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan,
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41