Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 20:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar er ánægð með hvað allt gengur vel í sveitarfélaginu en vill þó fá fleira fólk því víða vantar fólk í allskonar vinnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla. Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira
Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira