Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:45 Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þörfina á húsnæði sem hefur bara aukist með árunum. Þörfin hefur farið sívaxandi eftir því sem landsmönnum fjölgar. Mesta fjölgunin er innflutningur vinnuafls og svo bætast við aðrir innflytjendur auk eðlilegrar fjölgunar Íslendinga sem og breyting í aldursdreifingu. Það er því engin furða að aðalskipulög sveitarfélaga taki ekki mið af þessum fjölda. Í dag eru um 4 þúsund eignir til sölu á markaði á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim eru aðeins um 230 eignir sem eru undir 60 milljónum. Það er því húsnæðisverð og kjör húsnæðislána sem valda því að landsmenn finna ekki eign við hæfi. Íbúar þurfa ekki aðeins húsnæði, það þarf innviði og útisvæði. Í dag er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu farin að hafa mikil áhrif á útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Hvaleyrarvatn Víðistaðavatn og Elliðaárdal. Bílastæðin við útivistaperlurnar eru oftast full á hverjum degi og álagið á göngusvæðin mikið. Vistvænar byggingar og lítið kolefnisfótspor eru tvennt af því sem stefnt er að í skipulagsmálum Þar með er þétting byggðar talin lausn vandans. Þétting byggðar hjálpar til að koma fyrir fleiri íbúðum og starfsemi á minna svæði og það minnkar fótsporið. Lausnin er samt ekki svo einföld. Við sjáum strax vandann þar sem byggt er hátt og þétt. Borgir víðs vegar á jörðinni hafa stækkað jafnt og þétt í marga áratugi. Því meira sem byggð breiðir úr sér því hærra hitastig verður innan borga að völdum steypu og malbiks sem draga í sig hitann. Grænum svæðum í bæjum og borgum fjölgar ekki í takt við þróunina. Þetta hefur áhrif á hækkandi hitastig í borgarumhverfi. Hér á landi eru engar skipulagsreglur sem taka á lágmarks útisvæði á hverja íbúð í bæjum. Það er því oftast aðeins gert ráð fyrir bílastæðum og svo einhverjum smá runnagróðri til málamynda. Þetta kallar að sjálfsögðu á fleiri græn svæði í hverfisskipulaginu. Til að fá til heillegt og gott skipulag þarf því að fá verktaka og byggingraðila til að vera með í að splæsa í slík svæði ellegar gera ráð fyrir ákveðnum fjölda fermetra innan lóðar á hverja íbúð. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis í samningum milli bæjaryfirvalda og byggingaverktaka. Lýðheilsa og borgarvistfræði Eitt af viðfangsefnum skipulagsfræðinnar er borgarvistfræðin. Grænu svæðin, almenningsgarðar og húsagarðar, tengja þéttbýli við óbyggð svæði. Þannig tengjast vistkerfi. Garðar með fjölbreyttum plöntum auka fjölbreytni vistkerfisins eins og skordýra og fugla. Hver vill ekki njóta fuglasöngs í almenningsgarði eða sjá hunangsflugur í gróskumiklu blómabeði? Fyrir vistkerfið er nauðsynlegt að flæðið inn og út úr þéttbýlinu verði sem auðveldast. Borgarlandslagið og lýðheilsa íbúa er samofin. Fyrir allmörgum árum skrifaði Jan Gehl bókina „Life between Buildings“ (1971). Þessi bók var tímamótarit og hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál. Mannlegur skali í skipulagi byggðar er eitt af lykilhugtökum bókarinnar. Það þarf að huga að rýminu milli bygginganna, tengingu bygginga við götu, birtuna og skjólið. Af öðrum kosti væri borgarumhverfið fátæklegt. Með því að byggja hátt og þétt missum við gæði í borgarrýminu. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland er ekki statt á sömu breiddargráðu og Berlín eða London og við búum við úthafsloftslag. Í bók Guðmundar Hannessonar læknis um borgarskipulag (gefin út 1921) eru m.a. birta, skjól og skuggamyndun mikilvægir þættir sem ákveða hæð bygginga og Rými‘ milli þeirra. Hugmyndafræði sem enn er góð og gild. Sjálfbær þróun Til að nálgast sem besta útkomu í skipulagi þurfum við því að tvinna þessi ofangreindu atriði saman. Velja vistvænt byggingarefni, taka mið af hagkvæmri nýtingu innviða og búa til hverfi sem eru eins sjálfbær og kostur er með blandaðri, lágreistri byggð, kjarnastarfsemi, útisvæðum og leiksvæðum barna. Fjölbreytt val af íbúðum, stærð og verð þarf að vera fast hlutfall af byggðu húsnæði. Gömlu iðnaðarsvæðin og eldri bæjarhlutar þurfa endurskoðun því þar eru margir möguleikar. Iðnaðarhúsnæði sem ekki lengur þjónar upprunalegri starfsemi getur fengið nýjan tilgang. Það eru til mýmörg dæmi um iðnaðarsvæði sem breytt hefur verið í svæði með blandaða byggð. Möguleikarnir eru margir. Höfundur er arkitekt og skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun