Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 14:29 Guðni Tómasson tekur við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudag. Sinfóníuhljómsveit Íslands Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira