Í þáttunum heimsækja þeir borgir og skoða aðeins afþreyingu eða matsölustaði sem eiga það eitt sameiginlegt að fá slæma dóma á veraldarvefnum.
Í klippunni her að neðan má sjá brot úr síðasta þætti þegar þeir vinirnir fóru á bar og pöntuðu sér ostrur. Einn fastakúnni bauðst til að aðstoða þá við það að opna ostrurnar og ekki amalegt að hún var með sígarettuna í kjaftinum á meðan hún opnaði þær.
Steindi var ekki mjög hrifinn, en Dóri alsæll. Steinda leist svo illa á að hann sagði: „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun.“