Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. nóvember 2024 08:47 Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar