Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun