Þá heyrum við í fólki á förnum vegi og fáum að heyra hvernig úrslitin leggjast í landsmenn auk þess sem við ræðum við utanríkisráðherra sem hlakkar til samstarfsins við Trump.
Í kvöldfréttum verður einnig farið á fjölsóttan baráttufund kennara auk þess sem við verðum í beinni frá miðbænum og kíkjum á nýjan kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti.
Í Sportpakkanum hittum við landsliðsmenn í handbolta sem hefja í kvöld vegferðina að EM og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Kristrúnar Frostadóttur - sem elskar Taylor Swift, horfir á Kardashian systur og langar að verða forsætisráðherra.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.