Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, hollendingurinn Max Verstappen er í góðri stöðu fyrir síðustu þrjár keppnishelgar tímabilsins Vísir/Getty Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas. Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira