Volda er í öðru sæti deildarinnar með þrettán stig í átta leikjum en mótherjinn er bara í áttunda sæti. Þetta var því tapað stig fyrir Dönu og félaga enda á heimavelli á móti liði mun neðar í töflunni..
Dana lék sína fyrstu A-landsleiki á dögunum og er í baráttunni um laust sæti í EM-hópi Íslands.
Dana skoraði öll þrjú mörkin sín úr hraðaupphlaupum og átti einnig stoðsendingu á félaga sinn í einu hraðaupphlaupi til viðbótar. Dana jafnaði metin meðal annars í 19-19 á lokakafla leiksins.
Volda komst í 6-0 í leiknum sem gerir úrslitin enn meira svekkjandi. Dana skoraði einmitt sjötta markið en svo var staðan orðin 12-12 í hálfleik.
Volda var síðan marki yfir á lokamínútuum og fékk líka lokasókn til að tryggja sér sigurinn. Hún fór forgörðum og jafntefli því niðurstaðan.