Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar 11. nóvember 2024 12:17 Klisjan í ættjarðarkvæði Huldu er sú að Ísland geti forðast áhrif erlendra styrjalda í skjóli fjarlægðar. Höfundur orti ljóðið undir lok Síðari heimsstyrjaldar, sem hafði haft gríðarmikil áhrif á landið og valdið umtalsverðu mannfalli. Nú á tímum hnattvæðingar og alþjóðaviðskipta gætir áhrifa af erlendum átökum og óstöðugleika á Íslandi með margvíslegum hætti og fjarlægðin ein verndar okkur ekki fyrir styrjöldum. Því er áhyggjuefni að umræða um utanríkis- öryggis- og varnarmál í samfélaginu og sérstaklega á hinu pólitíska sviði sé ekki meiri og dýpri en raun ber vitni. Það er vel þekkt að í aðdraganda kosninga hafa kjósendur mestan áhuga á umræðu um efnahagsmál sem varða þeirra afkomu með beinum hætti. Samkvæmt könnun Gallup dagana 21. október til 4. nóvember voru utanríkis- eða öryggismál ekki á lista yfir 10 málefni sem voru mikilvægust í huga kjósenda. Vitanlega eru mörg þeirra 10 mála að hluta utanríkis- og öryggismál, eins og til dæmis efnahagsmál, loftslags- og umhverfismál, innflytjendamál og málefni flóttafólks. Það er þó engu að síður eftirtektarvert að utanríkis- og öryggismál sem slík eru ekki nefnd til sögunnar. Kannski datt Gaullup ekki einu sinni í hug að spyrja. Velferð Íslands er algerlega háð því að erlend viðskipti gangi greiðlega fyrir sig, og öryggi landsins er tryggt af erlendum aðilum án þess að Ísland leggi þar mælanlega af mörkum. Sérstaklega er þetta áhugaleysi merkilegt nú þegar við lifum tíma mikilla átaka og það hriktir í stoðum þess alþjóðaöryggiskerfis sem tryggt hefur stöðugleika í Evrópu í 80 ár. Mögulega hefur þetta viðhorf kjósenda breyst að einhverju leyti í kjölfar þess að Donald Trump vann sigur í bandarísku forsetakosningunum, enda gerir yfirlýst stefna hans og óútreiknanleiki þróun alþjóða- og öryggismála ófyrirsjáanlegri. Hér að neðan er því tæpt á nokkrum málum sem óskandi væri að fengju umræðu í aðdraganda kosninga. Málum sem fjölmiðlar ættu að leita skoðana frambjóðenda á til þess að gera kjósendum kleift að taka tillit til þeirra í kjörklefanum, auk þess að velta því fyrir sér hvað innkaupakarfan kostar. Tækifæri til þess samtals mun gefast á næstu vikum, m.a. á viðburði með fulltrúum flokkanna sem Alþjóðamálastofnun heldur 14. þessa mánaðar undir yfirskriftinni “Utanríkisstefna á umbrotatímum.” Úkraína Aukinn kraftur hefur færst í ólöglegt árásarstríð Rússa gegn Úkraínu undanfarið, með sérstakri áherslu á að brjóta niður orkuinnviði til þess að hámarka þjáningu almennra borgara nú þegar vetur er skollinn á. Ísland hefur staðið með Norðurlöndunum og öðrum aðildarþjóðum NATO í því að veita Úkraínu kröftugan pólitískan stuðning, enda er mikið í húfi fyrir smáríki eins og Ísland að landvinningastríð beri ekki árangur. Í apríl samþykkti Alþingi sérstaka stefnu varðandi stuðning við Úkraínu og í lok maí undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn eiga að tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Í stefnunni var áréttað að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” Því fer þó fjarri og m.v. tillögur til fjárauka vegna 2024 stefnir í að framlag Íslands til Úkraínu verði lægra en á síðasta ári, þ.e. stjórnvöld munu ekki standa við eigið lágmark. Þannig stefnir í að raunstuðningur verði um tíund þess sem hin Norðurlöndin leggja til m.v. höfðatölu. Ef þetta verður raunin er sorglegt til þess að hugsa að Úkraínuforseti hafi farið heim úr Íslandsheimsókn sinni með íslenskan gúmmítékka. Það er rík ástæða til þess að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til hernaðar Rússa, til skuldbindinga Íslands um stuðning, og vilja til þess að sjá til þess að staðið verði við þau loforð. Atlantshafsbandalagið Úkraínustríðið hefur reynst NATO mikil áskorun og þó að bandalaginu hafi tekist að styðja Úkraínu að því marki að stríðið hefur ekki tapast, þá hefur óneitanlega mistekist að styðja Úkraínu til sigurs - þ.e.a.s. að veita þeim þann hernaðarlega stuðning sem dugar til þess að valda innrásarhernum nægilega miklu tjóni til þess að Rússar neyðist til þess að láta af hernaði gegn Úkraínu og draga lið sitt til baka. Í kjölfar fyrstu atlögu Rússa að Úkraínu 2014 samþykktu NATO ríkin á leiðtogafundi í Wales að hækka framlög sín til varnarmála þannig að þau næðu tveimur prósentum af landsframleiðslu á þessu ári. Ísland hefur stutt þessar pólitísku markmiðasetningar, en stjórnvöld hafa talið okkur undanskilin þeim sökum herleysis. Það er þó svo að bandalagsríki sem þurfa að veita auknu fjármagni til varnarmála samhliða því að rifa seglin í öðrum málaflokkum, munu án efa líta það hornauga að Ísland nýtur sameiginlegra varna Bandalagsins á þeirra kostnað en ekki eigin. Það má gera ráð fyrir að þessa gæti ekki síst eftir að Trump tekur á ný við embætti í Washington í janúar nk. Þar vestra verður einblínt á hvað bandalagsríki leggja af mörkum til sameiginlegra varna, en til viðbótar við varnarskuldbindingu NATO, þá tryggja Bandaríkin varnir landsins í krafti tvíhliða Varnarsamningsins frá 1951. Bandaríkjafloti nýtur þess vissulega að hafa aðstöðu á Íslandi til kafbátaleitar, en það hefur heldur ekki farið framhjá stjórnvöldum vestra að framlög okkar eru agnarsmá í samhengi við önnur NATO ríki. Ef veruleg átök brjótast út í Evrópu og/eða Asíu má þannig sjá fyrir sér að þetta varnafyrirkomulag Íslands, sem byggir á NATO aðildinni og Varnarsamningnum, virkjist ekki sem skyldi þegar á reynir vegna þess að við höfum ekki lagt okkar af mörkum, en raunframlög Íslands til varnarmála nær rétt um 0,1% af landsframleiðslu. Tilefni er til þess að spyrja stjórnmálamenn um stefnu flokkanna í varnar- og öryggismálum, stefnu þeirra hvað varðar útgjöld Íslands til eigin varna og til sameiginlegra varna bandalagsins, ábyrgð okkar á eigin vörnum og hvernig skuli tryggt að varnarskuldbinding Bandaríkjanna haldi meðan óútreiknanlegur Bandaríkjaforseti dregur sameiginlega varnarskuldbindingu NATO mjög í efa, og íhugar jafnvel að hætta þátttöku í bandalaginu, hvort sem er formlega eða áþreifanlega. Sameinuðu Þjóðirnar Hernaður Rússa í Úkraínu hefur sýnt vanmátt Sameinuðu Þjóðanna og að sama skapi hefur Ísrael samfara hernaði sínum grafið undan SÞ, gert árásir á starfsfólk stofnana SÞ, bannað framkvæmdastjóra SÞ að koma til landsins og bannað starfsemi Palestínuhjálpar SÞ (UNRWA). Þessi atlaga að Sameinuðu Þjóðunum er einnig atlaga að því alþjóðlega öryggiskerfi og alþjóðalögum sem samfélag þjóðanna reiðir sig á til þess að koma í veg fyrir átök, til þess að milda átök þegar þau brjótast út og til þess að leita friðar og binda enda á átök. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa þannig að hafa skoðun á því með hvaða hætti skuli mæta þessari áskorun, ekki síst í ljósi þess að Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði SÞ í upphafi næsta árs. Evrópusambandsaðild? Það er ekki hægt að horfa framhjá því að óstöðugleiki NATO vegna minnkandi áhuga Bandaríkjanna á bandalaginu og öryggismálum í Evrópu í stjórnartíð Trump er tilefni til þess að íhuga hvort leita skuli frekari öryggistengsla til þess að undirbyggja öryggi herlauss Íslands enn frekar. Mögulega verður einhver umræða um Evrópusambandsaðild í aðdraganda kosninga og einhverjar álhúfur munu ræða samsæriskenningar sínar um bókun 35 og þvíumlíkt, en það er jafnframt mikilvægt að spyrja frambjóðendur hvort að ESB aðild sé valkostur sem skoða þurfi til þess að efla öryggi Íslands. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Öryggis- og varnarmál NATO Evrópusambandið Erlingur Erlingsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Klisjan í ættjarðarkvæði Huldu er sú að Ísland geti forðast áhrif erlendra styrjalda í skjóli fjarlægðar. Höfundur orti ljóðið undir lok Síðari heimsstyrjaldar, sem hafði haft gríðarmikil áhrif á landið og valdið umtalsverðu mannfalli. Nú á tímum hnattvæðingar og alþjóðaviðskipta gætir áhrifa af erlendum átökum og óstöðugleika á Íslandi með margvíslegum hætti og fjarlægðin ein verndar okkur ekki fyrir styrjöldum. Því er áhyggjuefni að umræða um utanríkis- öryggis- og varnarmál í samfélaginu og sérstaklega á hinu pólitíska sviði sé ekki meiri og dýpri en raun ber vitni. Það er vel þekkt að í aðdraganda kosninga hafa kjósendur mestan áhuga á umræðu um efnahagsmál sem varða þeirra afkomu með beinum hætti. Samkvæmt könnun Gallup dagana 21. október til 4. nóvember voru utanríkis- eða öryggismál ekki á lista yfir 10 málefni sem voru mikilvægust í huga kjósenda. Vitanlega eru mörg þeirra 10 mála að hluta utanríkis- og öryggismál, eins og til dæmis efnahagsmál, loftslags- og umhverfismál, innflytjendamál og málefni flóttafólks. Það er þó engu að síður eftirtektarvert að utanríkis- og öryggismál sem slík eru ekki nefnd til sögunnar. Kannski datt Gaullup ekki einu sinni í hug að spyrja. Velferð Íslands er algerlega háð því að erlend viðskipti gangi greiðlega fyrir sig, og öryggi landsins er tryggt af erlendum aðilum án þess að Ísland leggi þar mælanlega af mörkum. Sérstaklega er þetta áhugaleysi merkilegt nú þegar við lifum tíma mikilla átaka og það hriktir í stoðum þess alþjóðaöryggiskerfis sem tryggt hefur stöðugleika í Evrópu í 80 ár. Mögulega hefur þetta viðhorf kjósenda breyst að einhverju leyti í kjölfar þess að Donald Trump vann sigur í bandarísku forsetakosningunum, enda gerir yfirlýst stefna hans og óútreiknanleiki þróun alþjóða- og öryggismála ófyrirsjáanlegri. Hér að neðan er því tæpt á nokkrum málum sem óskandi væri að fengju umræðu í aðdraganda kosninga. Málum sem fjölmiðlar ættu að leita skoðana frambjóðenda á til þess að gera kjósendum kleift að taka tillit til þeirra í kjörklefanum, auk þess að velta því fyrir sér hvað innkaupakarfan kostar. Tækifæri til þess samtals mun gefast á næstu vikum, m.a. á viðburði með fulltrúum flokkanna sem Alþjóðamálastofnun heldur 14. þessa mánaðar undir yfirskriftinni “Utanríkisstefna á umbrotatímum.” Úkraína Aukinn kraftur hefur færst í ólöglegt árásarstríð Rússa gegn Úkraínu undanfarið, með sérstakri áherslu á að brjóta niður orkuinnviði til þess að hámarka þjáningu almennra borgara nú þegar vetur er skollinn á. Ísland hefur staðið með Norðurlöndunum og öðrum aðildarþjóðum NATO í því að veita Úkraínu kröftugan pólitískan stuðning, enda er mikið í húfi fyrir smáríki eins og Ísland að landvinningastríð beri ekki árangur. Í apríl samþykkti Alþingi sérstaka stefnu varðandi stuðning við Úkraínu og í lok maí undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn eiga að tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Í stefnunni var áréttað að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” Því fer þó fjarri og m.v. tillögur til fjárauka vegna 2024 stefnir í að framlag Íslands til Úkraínu verði lægra en á síðasta ári, þ.e. stjórnvöld munu ekki standa við eigið lágmark. Þannig stefnir í að raunstuðningur verði um tíund þess sem hin Norðurlöndin leggja til m.v. höfðatölu. Ef þetta verður raunin er sorglegt til þess að hugsa að Úkraínuforseti hafi farið heim úr Íslandsheimsókn sinni með íslenskan gúmmítékka. Það er rík ástæða til þess að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til hernaðar Rússa, til skuldbindinga Íslands um stuðning, og vilja til þess að sjá til þess að staðið verði við þau loforð. Atlantshafsbandalagið Úkraínustríðið hefur reynst NATO mikil áskorun og þó að bandalaginu hafi tekist að styðja Úkraínu að því marki að stríðið hefur ekki tapast, þá hefur óneitanlega mistekist að styðja Úkraínu til sigurs - þ.e.a.s. að veita þeim þann hernaðarlega stuðning sem dugar til þess að valda innrásarhernum nægilega miklu tjóni til þess að Rússar neyðist til þess að láta af hernaði gegn Úkraínu og draga lið sitt til baka. Í kjölfar fyrstu atlögu Rússa að Úkraínu 2014 samþykktu NATO ríkin á leiðtogafundi í Wales að hækka framlög sín til varnarmála þannig að þau næðu tveimur prósentum af landsframleiðslu á þessu ári. Ísland hefur stutt þessar pólitísku markmiðasetningar, en stjórnvöld hafa talið okkur undanskilin þeim sökum herleysis. Það er þó svo að bandalagsríki sem þurfa að veita auknu fjármagni til varnarmála samhliða því að rifa seglin í öðrum málaflokkum, munu án efa líta það hornauga að Ísland nýtur sameiginlegra varna Bandalagsins á þeirra kostnað en ekki eigin. Það má gera ráð fyrir að þessa gæti ekki síst eftir að Trump tekur á ný við embætti í Washington í janúar nk. Þar vestra verður einblínt á hvað bandalagsríki leggja af mörkum til sameiginlegra varna, en til viðbótar við varnarskuldbindingu NATO, þá tryggja Bandaríkin varnir landsins í krafti tvíhliða Varnarsamningsins frá 1951. Bandaríkjafloti nýtur þess vissulega að hafa aðstöðu á Íslandi til kafbátaleitar, en það hefur heldur ekki farið framhjá stjórnvöldum vestra að framlög okkar eru agnarsmá í samhengi við önnur NATO ríki. Ef veruleg átök brjótast út í Evrópu og/eða Asíu má þannig sjá fyrir sér að þetta varnafyrirkomulag Íslands, sem byggir á NATO aðildinni og Varnarsamningnum, virkjist ekki sem skyldi þegar á reynir vegna þess að við höfum ekki lagt okkar af mörkum, en raunframlög Íslands til varnarmála nær rétt um 0,1% af landsframleiðslu. Tilefni er til þess að spyrja stjórnmálamenn um stefnu flokkanna í varnar- og öryggismálum, stefnu þeirra hvað varðar útgjöld Íslands til eigin varna og til sameiginlegra varna bandalagsins, ábyrgð okkar á eigin vörnum og hvernig skuli tryggt að varnarskuldbinding Bandaríkjanna haldi meðan óútreiknanlegur Bandaríkjaforseti dregur sameiginlega varnarskuldbindingu NATO mjög í efa, og íhugar jafnvel að hætta þátttöku í bandalaginu, hvort sem er formlega eða áþreifanlega. Sameinuðu Þjóðirnar Hernaður Rússa í Úkraínu hefur sýnt vanmátt Sameinuðu Þjóðanna og að sama skapi hefur Ísrael samfara hernaði sínum grafið undan SÞ, gert árásir á starfsfólk stofnana SÞ, bannað framkvæmdastjóra SÞ að koma til landsins og bannað starfsemi Palestínuhjálpar SÞ (UNRWA). Þessi atlaga að Sameinuðu Þjóðunum er einnig atlaga að því alþjóðlega öryggiskerfi og alþjóðalögum sem samfélag þjóðanna reiðir sig á til þess að koma í veg fyrir átök, til þess að milda átök þegar þau brjótast út og til þess að leita friðar og binda enda á átök. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa þannig að hafa skoðun á því með hvaða hætti skuli mæta þessari áskorun, ekki síst í ljósi þess að Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði SÞ í upphafi næsta árs. Evrópusambandsaðild? Það er ekki hægt að horfa framhjá því að óstöðugleiki NATO vegna minnkandi áhuga Bandaríkjanna á bandalaginu og öryggismálum í Evrópu í stjórnartíð Trump er tilefni til þess að íhuga hvort leita skuli frekari öryggistengsla til þess að undirbyggja öryggi herlauss Íslands enn frekar. Mögulega verður einhver umræða um Evrópusambandsaðild í aðdraganda kosninga og einhverjar álhúfur munu ræða samsæriskenningar sínar um bókun 35 og þvíumlíkt, en það er jafnframt mikilvægt að spyrja frambjóðendur hvort að ESB aðild sé valkostur sem skoða þurfi til þess að efla öryggi Íslands. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun