Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa 12. nóvember 2024 08:30 Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Vilhjálmur Birgisson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun