Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma.
A HISTORIC night for Wemby.
— NBA (@NBA) November 14, 2024
🔥 Career-high 50 PTS
🔥 Career-high 8 3PM
🔥 Fourth-youngest player to score 50
🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ
Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall.
Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins.
Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120.
Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta.
59 POINTS for @Giannis_An34 🤯
— NBA (@NBA) November 14, 2024
21-34 FGM
5-5 in OT
14 REB
7 AST
2 STL
3 BLK
Most points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W
Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili.
Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik.