Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einhverfa Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun