„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:11 Orri Steinn skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira