Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:12 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“ Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira