Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. nóvember 2024 16:38 Auglýst var á síðunni að vörur myndu auka hárvöxt. Getty Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Minni verkir á fyrsta degi og fleira Í febrúar á þessu ári óskaði Neytendastofa eftir skýringum á fjórtán fullyrðingum sem gengu út á að án efna eða lyfja væri hægt að virkja stofnfrumur, þá myndu vörurnar leiða til aukningar á kollageni, draga úr hrukkum, auka hárvöxt, lækka æðaaldur og leiða til minnkunar verkja og bólgna á fyrsta degi. Þar að auki myndu sár gróa hraðar, og vörurnar hafa áhrif á gæði svefns og þá myndu þau jafnvel bæta andlega líðan og vinna gegn streitu og kvíða. Í svörum félagsins X20 Lausnir sagði að félagið væri ekki selja neinar vörur frá Lifewave, en öll kaup færu beint í gegnum framleiðandann lifewave.com. Vefsíða X20 Lausna, lifsbylgja.is væri upplýsingasíða fyrirtækisins með almenna umfjöllun um vörunnar. Þá sagði að allar vörur Lifewave byggi á rannsóknum og vísindum unnum af færum vísindamönnum sem styddu áðurnefndar fullyrðingar. Í svörum X20 fylgdu margir hlekkir að greinum og rannsóknum tengdum Málinu ekki lokið þrátt fyrir breytingu Fram kemur í úrskurði Neytendastofu í málinu að undir rekstri málsins hefði umferð á lifsbylgju.is verið vísað á aðra vefslóð, x39lifestyle.wixsite.com/x-39. „Það að umferð vefsíðu sé beint á aðra vefsíðu með .com endingu getur þó ekki leitt til þess að málsmeðferð verði sjálfkrafa lokið. Umræddar fullyrðingar X20 Lausna ehf. um Lifewave vörur á vefsíðunni lifsbylgja.is voru afdráttarlausar að því er varðar virkni varanna og þann árangur sem neytendur mættu vænta af notkun þeirra,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að X20 Lausnir hefðu hvergi tilgreint með skýrum hætti hvar sannanir fyrir fullyrðingunum væri að finna í þeim gögnum sem félagið sendi stofnuninni. Ranglega haldið fram að vörurnar geti læknað sjúkleika Það var mat Neytendastofu að fullyrðingar X20 Lausna veittu rangar upplýsingar sem yrðu til þess að neytendur taki viðskiptaákvörðun sem þeir annars hefðu ekki tekið „Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Að mati stofnunarinnar eru umræddar fullyrðingar ennfremur settar fram með þeim hætti að því er haldið fram að vörurnar geti haft virkni á ýmsa kvilla líkt og um lyf sé að ræða. Telur Neytendastofa að með birtingu á framangreindum fullyrðingum um virkni Lifewave vara hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi.“ Neytendastofa segir að brot félagsins hafi verið alvarleg og að þau stríði gegn góðum viðskiptaháttum. Líkt og áður segir lagði stofnunin hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt á X20 Lausnir. Neytendur Heilbrigðismál Vísindi Hár og förðun Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Minni verkir á fyrsta degi og fleira Í febrúar á þessu ári óskaði Neytendastofa eftir skýringum á fjórtán fullyrðingum sem gengu út á að án efna eða lyfja væri hægt að virkja stofnfrumur, þá myndu vörurnar leiða til aukningar á kollageni, draga úr hrukkum, auka hárvöxt, lækka æðaaldur og leiða til minnkunar verkja og bólgna á fyrsta degi. Þar að auki myndu sár gróa hraðar, og vörurnar hafa áhrif á gæði svefns og þá myndu þau jafnvel bæta andlega líðan og vinna gegn streitu og kvíða. Í svörum félagsins X20 Lausnir sagði að félagið væri ekki selja neinar vörur frá Lifewave, en öll kaup færu beint í gegnum framleiðandann lifewave.com. Vefsíða X20 Lausna, lifsbylgja.is væri upplýsingasíða fyrirtækisins með almenna umfjöllun um vörunnar. Þá sagði að allar vörur Lifewave byggi á rannsóknum og vísindum unnum af færum vísindamönnum sem styddu áðurnefndar fullyrðingar. Í svörum X20 fylgdu margir hlekkir að greinum og rannsóknum tengdum Málinu ekki lokið þrátt fyrir breytingu Fram kemur í úrskurði Neytendastofu í málinu að undir rekstri málsins hefði umferð á lifsbylgju.is verið vísað á aðra vefslóð, x39lifestyle.wixsite.com/x-39. „Það að umferð vefsíðu sé beint á aðra vefsíðu með .com endingu getur þó ekki leitt til þess að málsmeðferð verði sjálfkrafa lokið. Umræddar fullyrðingar X20 Lausna ehf. um Lifewave vörur á vefsíðunni lifsbylgja.is voru afdráttarlausar að því er varðar virkni varanna og þann árangur sem neytendur mættu vænta af notkun þeirra,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að X20 Lausnir hefðu hvergi tilgreint með skýrum hætti hvar sannanir fyrir fullyrðingunum væri að finna í þeim gögnum sem félagið sendi stofnuninni. Ranglega haldið fram að vörurnar geti læknað sjúkleika Það var mat Neytendastofu að fullyrðingar X20 Lausna veittu rangar upplýsingar sem yrðu til þess að neytendur taki viðskiptaákvörðun sem þeir annars hefðu ekki tekið „Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Að mati stofnunarinnar eru umræddar fullyrðingar ennfremur settar fram með þeim hætti að því er haldið fram að vörurnar geti haft virkni á ýmsa kvilla líkt og um lyf sé að ræða. Telur Neytendastofa að með birtingu á framangreindum fullyrðingum um virkni Lifewave vara hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi.“ Neytendastofa segir að brot félagsins hafi verið alvarleg og að þau stríði gegn góðum viðskiptaháttum. Líkt og áður segir lagði stofnunin hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt á X20 Lausnir.
Neytendur Heilbrigðismál Vísindi Hár og förðun Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira