Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar 18. nóvember 2024 19:15 Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun