Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:53 Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun